Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2009 22:30 Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stefán Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. „Við vorum komnar með þriggja manna vörn og ég efast um það að það sé eitthvað lið sem þorir að spila þriggja manna vörn á móti Breiðabliki," sagði Þorkell Máni og bætti við. „Þegar við jöfnuðum leikinn þá héldum við áfram að spila þriggja manna vörn. Það var eitt lið sem var að spila varnarleik á fullu og það vorum ekki við. við vorum ekki hér til að sækja jafntefli því við ætluðum að sækja öll stigin," sagði Þorkell. „Við vorum miklu betri en þær á löngum köflum í leiknum og það erum við bara að gera á frábærri liðsheild og engu öðru. Það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik. Við nýttum ekki okkar tækifæri á meðan að þær nýttu þessu fáu tækifæri sem þær fengu," sagði Þorkell. „Það er gaman að sjá það að lið að þessu kalíber eins og Breiðablik sé drulluhrætt við að koma hingað á Stjörnuvöllinn. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur en við verðum samt að gera betur en þetta ef við ætlum að vinna þetta," sagði Þorkell. „Við verðum samt að vera þakklát fyrir þennan leik og við tökum hann með okkur í bankann. Við eigum Val á sunnudaginn og við verðum bara að halda áfram að berjast og vinna fyrir þessu," sagði Þorkell en Stjarnan sækir þá Val heim í undanúrslitum VISA-bikarsins. „Þetta er ógeðslega dýr stig sem við töpuðum því nú er Valur bara í lykilstöðu. Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu enda tel ég að staðan sé bara þannig að Valur er með besta liðið á landinu. Við ætlum að taka af þeim bikarinn og ætlum heldur ekki að gefast upp í einu eða neinu. Við erum að gera betur en við gerðum síðast og ætlum að halda því áfram að byggja þetta hægt og rólega upp," sagði Þorkell sem var ánægður með Stjörnustelpurnar. „Stelpurnar mínar stóðu sig rosalega vel og mér fannst þær hlaupa alveg endalaust í kvöld. Menn voru að leggja sig fram en það vinnur ekkert með okkur neina reynsla. Við þekkjum ekki þessa stöðu en við erum að kynnast henni leik fyrir leik og kynnumst henni líka á sunnudaginn. Við fáum síðan vonandi að kynnast svona leikjum líka í lok tímabilsins þannig að þetta verður bara spennandi og skemmtilegt," sagði Þorkell að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. „Við vorum komnar með þriggja manna vörn og ég efast um það að það sé eitthvað lið sem þorir að spila þriggja manna vörn á móti Breiðabliki," sagði Þorkell Máni og bætti við. „Þegar við jöfnuðum leikinn þá héldum við áfram að spila þriggja manna vörn. Það var eitt lið sem var að spila varnarleik á fullu og það vorum ekki við. við vorum ekki hér til að sækja jafntefli því við ætluðum að sækja öll stigin," sagði Þorkell. „Við vorum miklu betri en þær á löngum köflum í leiknum og það erum við bara að gera á frábærri liðsheild og engu öðru. Það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik. Við nýttum ekki okkar tækifæri á meðan að þær nýttu þessu fáu tækifæri sem þær fengu," sagði Þorkell. „Það er gaman að sjá það að lið að þessu kalíber eins og Breiðablik sé drulluhrætt við að koma hingað á Stjörnuvöllinn. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur en við verðum samt að gera betur en þetta ef við ætlum að vinna þetta," sagði Þorkell. „Við verðum samt að vera þakklát fyrir þennan leik og við tökum hann með okkur í bankann. Við eigum Val á sunnudaginn og við verðum bara að halda áfram að berjast og vinna fyrir þessu," sagði Þorkell en Stjarnan sækir þá Val heim í undanúrslitum VISA-bikarsins. „Þetta er ógeðslega dýr stig sem við töpuðum því nú er Valur bara í lykilstöðu. Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu enda tel ég að staðan sé bara þannig að Valur er með besta liðið á landinu. Við ætlum að taka af þeim bikarinn og ætlum heldur ekki að gefast upp í einu eða neinu. Við erum að gera betur en við gerðum síðast og ætlum að halda því áfram að byggja þetta hægt og rólega upp," sagði Þorkell sem var ánægður með Stjörnustelpurnar. „Stelpurnar mínar stóðu sig rosalega vel og mér fannst þær hlaupa alveg endalaust í kvöld. Menn voru að leggja sig fram en það vinnur ekkert með okkur neina reynsla. Við þekkjum ekki þessa stöðu en við erum að kynnast henni leik fyrir leik og kynnumst henni líka á sunnudaginn. Við fáum síðan vonandi að kynnast svona leikjum líka í lok tímabilsins þannig að þetta verður bara spennandi og skemmtilegt," sagði Þorkell að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira