McLaren í fyrsta og öðru sæti 24. júlí 2009 13:32 Lewis Hamilton náði besta tíma sínum í síðasta hring æfingarinanr í dag. mynd: kappakstur.is Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Búdapest brautinni í dag og félagi hans Heikki Kovalainen var aðeins 47/1000 á eftir honum. Kovalainen var sneggstur á fyrri æfingunni. Nico Rosberg á Williams var aðeins 75/1000 á eftir forystubílunum tveimur og ljóst að hart verður barist í tímatökunni á laugardag, en lokaæfing keppnisliða er á undan í fyrramálið. Hvorutveggja er í beinni útsendinu á Stöð 2 Sport. Hamilton tók hressilega á McLaren bílnum á krókóttri Hungaroring brautinni í dag og fór útaf í tvígang áður en hann náði besta tíma í blálokinm á 90 mínútna langri æfingunni. Mark Webber sem vann síðasta mót var fljótur á báðum æfingum dagsins og varð fjórði á þeirri síðari og Kazuki Nakajima á Wiliams á eftir honum. Williams bíllinn virðist því henta vel á brautina í Búdapest. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button var með 13. besta tíma og gekk því ekki vel. Nýliðinn Jamie Alguersuari frá Spáni var með slakasta tímann í dag á Torro Rosso, en hann hefur litla æfingu fengið á bílinn fyrir frumraun sína í Formúlu 1 kappakstri á sunnudaginn. Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Búdapest brautinni í dag og félagi hans Heikki Kovalainen var aðeins 47/1000 á eftir honum. Kovalainen var sneggstur á fyrri æfingunni. Nico Rosberg á Williams var aðeins 75/1000 á eftir forystubílunum tveimur og ljóst að hart verður barist í tímatökunni á laugardag, en lokaæfing keppnisliða er á undan í fyrramálið. Hvorutveggja er í beinni útsendinu á Stöð 2 Sport. Hamilton tók hressilega á McLaren bílnum á krókóttri Hungaroring brautinni í dag og fór útaf í tvígang áður en hann náði besta tíma í blálokinm á 90 mínútna langri æfingunni. Mark Webber sem vann síðasta mót var fljótur á báðum æfingum dagsins og varð fjórði á þeirri síðari og Kazuki Nakajima á Wiliams á eftir honum. Williams bíllinn virðist því henta vel á brautina í Búdapest. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button var með 13. besta tíma og gekk því ekki vel. Nýliðinn Jamie Alguersuari frá Spáni var með slakasta tímann í dag á Torro Rosso, en hann hefur litla æfingu fengið á bílinn fyrir frumraun sína í Formúlu 1 kappakstri á sunnudaginn.
Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira