Ólafur: Tveir af þremur erfiðustu leikjunum í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Mynd/Valli Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira