Björn: Aldrei spurning í síðari hálfleik Elvar Geir Magnússon skrifar 7. júlí 2009 21:57 Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis. Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira