Þakklátur læknum 21. apríl 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um heilbrigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga. Slíkan umræðuvettvang hefði skort. En það eru ekki bara kjarasamningar og hagsmunatog sem villir sýn. Það gera kosningar líka. Auðvitað eiga stjórnmálamenn þá að gera grein fyrir stefnu sinni svo kjósendur fái glögga mynd af áherslum þeirra, t.d. hvort þeir vilji greiða götu markaðsafla eða félagslegra úrræða. En pólitíkin lætur ekki að sér hæða. Í stað málefnalegrar umræðu er iðulega snúið út úr orðum manna og reynt að sá fræjum vafa og úlfúðar. Kjarajöfnun verður að launalækkun í munni andstæðinga. Það er skrýtin upplifun fyrir mann sem varið hefur starfsævinni í að verja launataxtakerfið og starfskjör launafólks. Frá þeirri köllun mun ég aldrei hverfa! Því miður hefur verðbólga étið upp kjörin án þess að við hafi verið ráðið í kreppunni og við skipulagsbreytingar hafa margir misst spón úr aski - því miður. Þar hef ég hvatt til varfærni og að lágtekjufólki yrði hlíft og störfin varin. Verstar þóttu mér pólitískar útleggingar framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands sem fóru um fréttanetin í síðustu viku: Heilbrigðisráðherrann væri mótdrægur læknum og í ofanálag rógberi sem skapaði ótta og óvssu! Tilefnið var umræða á málþingi þar sem ég sagði að skattaumhverfi og innbyggðir fjármálahvatar gætu haft áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins. Í kjölfar yfirlýsinga framkvæmdastjórans hefur fjöldi lækna haft samband við mig til að afsaka þessi skrif, þau væru hvorki á þeirra ábyrgð né í þeim góða samstarfsanda sem samskipti okkar hefðu einkennst af. Orð eigi ekki að leggja út á verri veg en þau eru meint. Fyrir þetta er ég þessum læknum þakklátur. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um heilbrigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga. Slíkan umræðuvettvang hefði skort. En það eru ekki bara kjarasamningar og hagsmunatog sem villir sýn. Það gera kosningar líka. Auðvitað eiga stjórnmálamenn þá að gera grein fyrir stefnu sinni svo kjósendur fái glögga mynd af áherslum þeirra, t.d. hvort þeir vilji greiða götu markaðsafla eða félagslegra úrræða. En pólitíkin lætur ekki að sér hæða. Í stað málefnalegrar umræðu er iðulega snúið út úr orðum manna og reynt að sá fræjum vafa og úlfúðar. Kjarajöfnun verður að launalækkun í munni andstæðinga. Það er skrýtin upplifun fyrir mann sem varið hefur starfsævinni í að verja launataxtakerfið og starfskjör launafólks. Frá þeirri köllun mun ég aldrei hverfa! Því miður hefur verðbólga étið upp kjörin án þess að við hafi verið ráðið í kreppunni og við skipulagsbreytingar hafa margir misst spón úr aski - því miður. Þar hef ég hvatt til varfærni og að lágtekjufólki yrði hlíft og störfin varin. Verstar þóttu mér pólitískar útleggingar framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands sem fóru um fréttanetin í síðustu viku: Heilbrigðisráðherrann væri mótdrægur læknum og í ofanálag rógberi sem skapaði ótta og óvssu! Tilefnið var umræða á málþingi þar sem ég sagði að skattaumhverfi og innbyggðir fjármálahvatar gætu haft áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins. Í kjölfar yfirlýsinga framkvæmdastjórans hefur fjöldi lækna haft samband við mig til að afsaka þessi skrif, þau væru hvorki á þeirra ábyrgð né í þeim góða samstarfsanda sem samskipti okkar hefðu einkennst af. Orð eigi ekki að leggja út á verri veg en þau eru meint. Fyrir þetta er ég þessum læknum þakklátur. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun