Nauðgun án frekari valdbeitingar 28. nóvember 2009 06:00 Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess. Okkur er alltaf hollt að vera minnt á það grimmilega ofbeldi sem konur verða fyrir um víða veröld og hver hönd sem lögð er á plóginn í vinnunni gegn því er mikilvæg. Staða íslenskra kvenna er vissulega sterk miðað við stöðu kvenna víða annars staðar. Hitt má ekki gleymast að verkefnin eru næg hér heima fyrir. Á síðasta ári leituðu til dæmis 547 einstaklingar til Stígamóta og það sem af er þessu ári hafa 530 konur leitað til Kvennaathvarfs. Niðurskurðarhnífurinn hefur hangið yfir neyðarmóttöku kvenna um nokkurt skeið. Tilkoma neyðarmóttökunnar var bylting í móttöku þeirra sem fyrir þeirri óhamingju verða að vera nauðgað. Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf 16 daga átaksins um að staðið yrði vörð um neyðarmóttökuna í niðurskurðarvinnunni er því mikið gleðiefni. Fréttir um að aldurshópurinn tólf til átján ára sé stærsti einstaki hópurinn sem til neyðarmóttökunnar leitar segja sína sögu um það grimmilega ofbeldi sem fer fram, einnig gegn stúlkum á barnsaldri, hér á landi. Það er algert lágmark að ekki verði dregið úr þeirri þjónustu sem þegar er veitt konum og stúlkum sem verða fyrir nauðgun. Næsta skref er að fjölga kærum, ákærum og dómum í þessum málaflokki og lokamarkmiðið getur aldrei verið annað en að útrýma óværunni. Skilgreiningin á orðinu nauðgun samkvæmt orðabók er að hafa samfarir við manneskju gegn vilja hennar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir bendir í bók sinni Á mannamáli sem út kom fyrr í haust að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt núgildandi íslenskum lögum sé með öðrum hætti. Ákæruvaldið verði að sanna að kynmök hafi verið knúin fram með valdbeitingu, þ.e. ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Í engilsaxneskum rétti er nauðgun hins vegar skilgreind út frá samþykki. Samræði telst sem sagt nauðgun ef annar aðilinn er því ekki samþykkur, jafnvel þótt hann, eða öllu heldur hún í flestum tilvikum, verjist ekki. Valdbeitingin er þannig ekki þáttur í skilgreiningu á nauðgunarhugtakinu í engilsaxneskum rétti fremur en í íslensku orðabókinni. Fyrir liggur að stjarfi eða getuleysi til athafna eru náttúruleg viðbrögð við áfalli. Því er ljóst að nauðgun getur átt sér stað, og á sér oft stað, án þess að viðnám sé veitt. Glæpurinn er hins vegar nákvæmlega sá sami því líkamlegir áverkar blikna samanborið við þá andlegu áverka sem af nauðguninni hljótast. Það væri því mikil réttarbót að nauðgun væri skilgreind í lögum út frá samþykki fremur en valdbeitingu. Þetta er eitt fjölmargra verkefna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess. Okkur er alltaf hollt að vera minnt á það grimmilega ofbeldi sem konur verða fyrir um víða veröld og hver hönd sem lögð er á plóginn í vinnunni gegn því er mikilvæg. Staða íslenskra kvenna er vissulega sterk miðað við stöðu kvenna víða annars staðar. Hitt má ekki gleymast að verkefnin eru næg hér heima fyrir. Á síðasta ári leituðu til dæmis 547 einstaklingar til Stígamóta og það sem af er þessu ári hafa 530 konur leitað til Kvennaathvarfs. Niðurskurðarhnífurinn hefur hangið yfir neyðarmóttöku kvenna um nokkurt skeið. Tilkoma neyðarmóttökunnar var bylting í móttöku þeirra sem fyrir þeirri óhamingju verða að vera nauðgað. Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf 16 daga átaksins um að staðið yrði vörð um neyðarmóttökuna í niðurskurðarvinnunni er því mikið gleðiefni. Fréttir um að aldurshópurinn tólf til átján ára sé stærsti einstaki hópurinn sem til neyðarmóttökunnar leitar segja sína sögu um það grimmilega ofbeldi sem fer fram, einnig gegn stúlkum á barnsaldri, hér á landi. Það er algert lágmark að ekki verði dregið úr þeirri þjónustu sem þegar er veitt konum og stúlkum sem verða fyrir nauðgun. Næsta skref er að fjölga kærum, ákærum og dómum í þessum málaflokki og lokamarkmiðið getur aldrei verið annað en að útrýma óværunni. Skilgreiningin á orðinu nauðgun samkvæmt orðabók er að hafa samfarir við manneskju gegn vilja hennar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir bendir í bók sinni Á mannamáli sem út kom fyrr í haust að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt núgildandi íslenskum lögum sé með öðrum hætti. Ákæruvaldið verði að sanna að kynmök hafi verið knúin fram með valdbeitingu, þ.e. ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Í engilsaxneskum rétti er nauðgun hins vegar skilgreind út frá samþykki. Samræði telst sem sagt nauðgun ef annar aðilinn er því ekki samþykkur, jafnvel þótt hann, eða öllu heldur hún í flestum tilvikum, verjist ekki. Valdbeitingin er þannig ekki þáttur í skilgreiningu á nauðgunarhugtakinu í engilsaxneskum rétti fremur en í íslensku orðabókinni. Fyrir liggur að stjarfi eða getuleysi til athafna eru náttúruleg viðbrögð við áfalli. Því er ljóst að nauðgun getur átt sér stað, og á sér oft stað, án þess að viðnám sé veitt. Glæpurinn er hins vegar nákvæmlega sá sami því líkamlegir áverkar blikna samanborið við þá andlegu áverka sem af nauðguninni hljótast. Það væri því mikil réttarbót að nauðgun væri skilgreind í lögum út frá samþykki fremur en valdbeitingu. Þetta er eitt fjölmargra verkefna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi heima fyrir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun