Bjarni: Ég var lélegur en dómararnir eyðilögðu leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 17:58 Bjarni Fritzson, leikmaður FH. Mynd/Daníel Bjarni Fritzson var ómyrkur í máli gagnvart dómurum leiks sinna manna í FH gegn Fram í dag, þeim Ingvari Guðjónssyni og Jónasi Elíassyni. FH tapaði fyrir Fram í dag, 30-26, og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Fram byrjaði leikinn mun betur en FH vann sig aftur inn í leikinn í síðari hálfleik og átti möguleika á að jafna metin undir lokin, þó það hafi ekki tekist. „Þetta var mér að kenna. Ég var að spila minn lélegasta leik í vetur," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég var að klikka á fáránlega mörgum færum. Ég var að brjótast vel í gegn en náði bara ekki að skora. Þetta var mjög svekkjandi." Bjarni sagði enn fremur að það hafi erfitt að spila sjö á móti níu og átti þar við að dómararnir hafi verið með Fram í liði. „Ég gagnrýndi þessa dómara harðlega eftir síðasta leik sem þeir dæmdi hjá okkur sem var gegn Val. Þeir eyðilögðu þann leik fyrir okkur. Svo komu þeir í þennan leik í dag með álíka frammistöðu." „Það var ýmislegt að. Þeir dæmdu á mig fót þegar boltinn kom ekki vð mig. Svo þegar við vorum að komast í hálffæri og brotið á okkur var ekkert dæmt. En svo alltaf dæmt hinum megin." „Þetta eru Fram-dómarar og settir á leik í Fram-heimilinu. Hvaða bjáni er að raða þessu niður?" „Við áttum ekki séns í þessum leik og þeir tóku greinilega gagnrýninni eftir síðasta leik mjög illa. Þegar ég sagði þeim eftir leik hversu slakir þeir voru minntust þeir á að ég hafi líka sagt það eftir síðasta leik." „Ég get sjálfur tekið gagnrýni. Ég var ömurlegur í þessum leik. Það sem ég geri þá er að reyna að bæta mig í næsta leik en ekki hefna mín á þeim sem var að segja eitthvað um mig eftir síðasta leik." „Þetta var mjög kjánalegt og því miður þurftu þeir að koma inn í þennan leik og skemma hann." „En fyrst og fremst klúðruðum við sjálfir þessum leik og þá helst ég persónulega." Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Bjarni Fritzson var ómyrkur í máli gagnvart dómurum leiks sinna manna í FH gegn Fram í dag, þeim Ingvari Guðjónssyni og Jónasi Elíassyni. FH tapaði fyrir Fram í dag, 30-26, og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Fram byrjaði leikinn mun betur en FH vann sig aftur inn í leikinn í síðari hálfleik og átti möguleika á að jafna metin undir lokin, þó það hafi ekki tekist. „Þetta var mér að kenna. Ég var að spila minn lélegasta leik í vetur," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég var að klikka á fáránlega mörgum færum. Ég var að brjótast vel í gegn en náði bara ekki að skora. Þetta var mjög svekkjandi." Bjarni sagði enn fremur að það hafi erfitt að spila sjö á móti níu og átti þar við að dómararnir hafi verið með Fram í liði. „Ég gagnrýndi þessa dómara harðlega eftir síðasta leik sem þeir dæmdi hjá okkur sem var gegn Val. Þeir eyðilögðu þann leik fyrir okkur. Svo komu þeir í þennan leik í dag með álíka frammistöðu." „Það var ýmislegt að. Þeir dæmdu á mig fót þegar boltinn kom ekki vð mig. Svo þegar við vorum að komast í hálffæri og brotið á okkur var ekkert dæmt. En svo alltaf dæmt hinum megin." „Þetta eru Fram-dómarar og settir á leik í Fram-heimilinu. Hvaða bjáni er að raða þessu niður?" „Við áttum ekki séns í þessum leik og þeir tóku greinilega gagnrýninni eftir síðasta leik mjög illa. Þegar ég sagði þeim eftir leik hversu slakir þeir voru minntust þeir á að ég hafi líka sagt það eftir síðasta leik." „Ég get sjálfur tekið gagnrýni. Ég var ömurlegur í þessum leik. Það sem ég geri þá er að reyna að bæta mig í næsta leik en ekki hefna mín á þeim sem var að segja eitthvað um mig eftir síðasta leik." „Þetta var mjög kjánalegt og því miður þurftu þeir að koma inn í þennan leik og skemma hann." „En fyrst og fremst klúðruðum við sjálfir þessum leik og þá helst ég persónulega."
Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira