Barrichello sótti á Button með sigri 13. september 2009 15:03 Rubens Barrichello var kátur með sigurinn á Monza í dag. mynd: Getty Images Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Lewis Hamilton á McLaren var fremstur á ráslínu, en missti Brawn menn framúr sér, en McLaren lagði upp með tveggja stoppa þjónustuáætlun, en Brawn liðið var með eitt hlé og þyngri bíla í byrjun vegna meira eldsneytis um borð. Áætlun Barrichello og Brawn virkaði betur og þeir sigur framúr Hamilton. Hann vildi ekki láta sér segjast og ók of geyst í síðasta hring og snarsneri McLaren bílnum á varnarvegg og féll úr leik, þá í þriðja sæti. Kimi Raikkönen á Ferrari komst þannig á verðlaunapall á heimavelli Ferrari. Ljóst er að slagurinn um titilinn hefur nú færst í hendur Buttons og Barrichello, því hvorki Sebastian Vettel né Mark Webber á Red Bull náðu ásættanlegum árangri. Webber féll úr leik eftir árekstur og Vettel nældi aðeins í eitt stig. Næsta mót er í Singapúr eftir tvær vikur, en síðan er mót Í Japan, Kína og Brasilíu og líklegt er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta móti ársins, eins og síðustu misseri. Sjá stigastöðuna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Lewis Hamilton á McLaren var fremstur á ráslínu, en missti Brawn menn framúr sér, en McLaren lagði upp með tveggja stoppa þjónustuáætlun, en Brawn liðið var með eitt hlé og þyngri bíla í byrjun vegna meira eldsneytis um borð. Áætlun Barrichello og Brawn virkaði betur og þeir sigur framúr Hamilton. Hann vildi ekki láta sér segjast og ók of geyst í síðasta hring og snarsneri McLaren bílnum á varnarvegg og féll úr leik, þá í þriðja sæti. Kimi Raikkönen á Ferrari komst þannig á verðlaunapall á heimavelli Ferrari. Ljóst er að slagurinn um titilinn hefur nú færst í hendur Buttons og Barrichello, því hvorki Sebastian Vettel né Mark Webber á Red Bull náðu ásættanlegum árangri. Webber féll úr leik eftir árekstur og Vettel nældi aðeins í eitt stig. Næsta mót er í Singapúr eftir tvær vikur, en síðan er mót Í Japan, Kína og Brasilíu og líklegt er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta móti ársins, eins og síðustu misseri. Sjá stigastöðuna
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira