Max Mosley hættir sem forseti FIA 15. júlí 2009 10:54 Max Mosley hefur verið forseti FIA í 16 ár. mynd: AFP Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag. Nokkur styr hefur staðið um FIA og deilur við FOTA hafa sett sinn svip á Formúlu 1 síðustu mánuði, en FOTA eru samtök keppnisliða. Þau vildu að Mosley hætti störfum og ferskir vindar fengju að blása innan FIA fyrir vikið. Það er ekki ástæða fyrir því að Mosley hættir, heldur segist hann vilja setja sinn fókus á fjölskyldu sína, en hann býr í Mónakó. Mosley verður sjötugur á næsta ári og þykir kominn tími á hvild. Mosley gat þess í bréfi sínu til aðildarfélaga FIA að hann sæi Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóra Ferrari sem sinn eftirmann hjá FIA. Todt stýrði Formúlu 1 liði Ferrari af mikilli hörku og kænsku. En forráðamenn Formúlu 1 liða munu varla sátt að slíkur maður verði yfir þeirra íþrótt. Ari Vatnanen frá Finnlandi hefur þegar tilkynnt framboð til forseta FIA, en hann er fyrrum meistari í rallakstri og sigurvegari í París-Dakar rallinu. Vatnanen starfaði m.a. á Evrópuþinginu, en dró sig í hlé í fyrra. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag. Nokkur styr hefur staðið um FIA og deilur við FOTA hafa sett sinn svip á Formúlu 1 síðustu mánuði, en FOTA eru samtök keppnisliða. Þau vildu að Mosley hætti störfum og ferskir vindar fengju að blása innan FIA fyrir vikið. Það er ekki ástæða fyrir því að Mosley hættir, heldur segist hann vilja setja sinn fókus á fjölskyldu sína, en hann býr í Mónakó. Mosley verður sjötugur á næsta ári og þykir kominn tími á hvild. Mosley gat þess í bréfi sínu til aðildarfélaga FIA að hann sæi Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóra Ferrari sem sinn eftirmann hjá FIA. Todt stýrði Formúlu 1 liði Ferrari af mikilli hörku og kænsku. En forráðamenn Formúlu 1 liða munu varla sátt að slíkur maður verði yfir þeirra íþrótt. Ari Vatnanen frá Finnlandi hefur þegar tilkynnt framboð til forseta FIA, en hann er fyrrum meistari í rallakstri og sigurvegari í París-Dakar rallinu. Vatnanen starfaði m.a. á Evrópuþinginu, en dró sig í hlé í fyrra.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira