Sláturtíð Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 24. september 2009 06:00 Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun