Var mjög góður dagur í alla staði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2009 08:00 Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Mynd/Arnþór Það stefnir í spennandi baráttu um Íslandsmeistaratitlana í golfi á seinustu tveimur dögum Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli en úrslitin ráðast á morgun. Efstu kylfingar geta bæði unnið tímamótasigra haldi þau toppsætinu út mótið, Ólafur Björn Loftsson getur fetað í fótspor föður síns 37 árum síðar og Valdís Þóra Jónsdóttir getur orðið fyrsti Íslandsmeistari kvenna hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum er með tveggja högga forskot á Stefán Már Stefánsson úr GR. Ólafur lék í gærdag á 70 höggum og er því á parinu eftir tvo hringi. Stefán Már sem var efstur eftir fyrsta hring, lék á 73 höggum í gær og er því á 2 höggum yfir pari eftir 36 holur. Sigmundur Einar Másson, GKG er þriðji en hann er á fjórum höggum á eftir Ólafi eftir að hafa leikið á 72 höggum í gær. „Þetta var mjög góður dagur í alla staði. Byrjunin var svipuð og í gær. Ég spilaði rosalega vel á fyrri níu holunum og hefði getað verið á fleiri höggum undir pari. Á seinni níu gekk þetta líka vel og þetta var mjög stöðugt golf. Ég hélt mér við leikskipulagið og tók enga óþarfa áhættu," sagði Ólafur Björn Loftsson kátur eftir annan hringinn í gær. „Það er gaman að vera í forystu en mótið er bara hálfnað og það er nóg eftir. Ég er ekki mikið að pæla í stöðunni eins og er. Ég fer á morgun og held bara áfram að spila minn leik eins og ég hef verið að gera fyrstu tvo dagana," sagði Ólafur Björn en faðir hans vann Íslandsmeistaratitilinn fyrir 37 árum. Ólafur Björn undirbjó sig vel og ætlaði sér mikið á mótinu. „Ég tók fimm til sex æfingahringi sem er frekar mikið og pældi mikið í vellinum. Ég setti síðan upp leikskipulag og það hefur gengið mjög vel hingað til," sagði Ólafur. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hélt eins höggs forskoti á Ástu Birnu Magnúsdóttur úr Keili í kvennaflokki en báðar léku þær á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Íslandsmeistarinn Helena Árnadóttir úr GR náði heldur ekki að nálgast þær því hún kom inn á sama skori og er þremur höggum á eftir Valdísi. „Það gekk ekki mjög vel hjá mér og ég var að spila frekar illa," sagði Valdís Þóra eftir annan hringinn í gær. „Ég var að missa frekar mikið á púttum sem áttu að fara auðveldlega niður. Það verður bara að koma á morgun," sagði Valdís. „Þetta er mjög jafnt og það eru margar sem vilja fyrsta sætið," sagði Valdís og ein af þeim er Ásta Birna Magnúsdóttir sem er aðeins einu höggi á eftir henni. Ásta var mun sáttari með daginn en stalla hennar í efsta sætinu. „Hringurinn gekk mjög vel hjá mér og það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn," sagði Ásta sem spáir áframhaldi spennu. „Það getur allt gerst. Ég held að við stelpurnar ætlum bara að taka sviðsljósið þetta árið og halda spennunni allt fram í lokin. Þetta verður bara gaman," sagði Ásta. ooj@frettabladid.is Golf Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjá meira
Það stefnir í spennandi baráttu um Íslandsmeistaratitlana í golfi á seinustu tveimur dögum Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli en úrslitin ráðast á morgun. Efstu kylfingar geta bæði unnið tímamótasigra haldi þau toppsætinu út mótið, Ólafur Björn Loftsson getur fetað í fótspor föður síns 37 árum síðar og Valdís Þóra Jónsdóttir getur orðið fyrsti Íslandsmeistari kvenna hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum er með tveggja högga forskot á Stefán Már Stefánsson úr GR. Ólafur lék í gærdag á 70 höggum og er því á parinu eftir tvo hringi. Stefán Már sem var efstur eftir fyrsta hring, lék á 73 höggum í gær og er því á 2 höggum yfir pari eftir 36 holur. Sigmundur Einar Másson, GKG er þriðji en hann er á fjórum höggum á eftir Ólafi eftir að hafa leikið á 72 höggum í gær. „Þetta var mjög góður dagur í alla staði. Byrjunin var svipuð og í gær. Ég spilaði rosalega vel á fyrri níu holunum og hefði getað verið á fleiri höggum undir pari. Á seinni níu gekk þetta líka vel og þetta var mjög stöðugt golf. Ég hélt mér við leikskipulagið og tók enga óþarfa áhættu," sagði Ólafur Björn Loftsson kátur eftir annan hringinn í gær. „Það er gaman að vera í forystu en mótið er bara hálfnað og það er nóg eftir. Ég er ekki mikið að pæla í stöðunni eins og er. Ég fer á morgun og held bara áfram að spila minn leik eins og ég hef verið að gera fyrstu tvo dagana," sagði Ólafur Björn en faðir hans vann Íslandsmeistaratitilinn fyrir 37 árum. Ólafur Björn undirbjó sig vel og ætlaði sér mikið á mótinu. „Ég tók fimm til sex æfingahringi sem er frekar mikið og pældi mikið í vellinum. Ég setti síðan upp leikskipulag og það hefur gengið mjög vel hingað til," sagði Ólafur. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hélt eins höggs forskoti á Ástu Birnu Magnúsdóttur úr Keili í kvennaflokki en báðar léku þær á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Íslandsmeistarinn Helena Árnadóttir úr GR náði heldur ekki að nálgast þær því hún kom inn á sama skori og er þremur höggum á eftir Valdísi. „Það gekk ekki mjög vel hjá mér og ég var að spila frekar illa," sagði Valdís Þóra eftir annan hringinn í gær. „Ég var að missa frekar mikið á púttum sem áttu að fara auðveldlega niður. Það verður bara að koma á morgun," sagði Valdís. „Þetta er mjög jafnt og það eru margar sem vilja fyrsta sætið," sagði Valdís og ein af þeim er Ásta Birna Magnúsdóttir sem er aðeins einu höggi á eftir henni. Ásta var mun sáttari með daginn en stalla hennar í efsta sætinu. „Hringurinn gekk mjög vel hjá mér og það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn," sagði Ásta sem spáir áframhaldi spennu. „Það getur allt gerst. Ég held að við stelpurnar ætlum bara að taka sviðsljósið þetta árið og halda spennunni allt fram í lokin. Þetta verður bara gaman," sagði Ásta. ooj@frettabladid.is
Golf Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjá meira