Umfjöllun: Norðmenn stálu stigi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:15 Alexander Peterson. Mynd/Pjetur Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur Íslenski handboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur
Íslenski handboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita