Einar íhugaði að senda mál Kára fyrir aganefnd Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2009 14:55 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. Það hefur mikið gengið á það sem af er í rimmu Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Örn Jónsson fékk rautt spjald, Kári Kristjánsson rifbeinsbraut Sigurð Eggertsson, þjálfari Hauka heimsótti dómarana og nú síðast sendi Sigfús Sigurðsson frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín á Vísi í gærkvöldi. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að ekki verði aðhafst frekar í máli Sigfúsar. Hann hafi séð að sér og því sé ekki ástæða til að gera meira úr málinu. Margir voru á því að aganefnd HSÍ hefði átt að taka mál Kára fyrir en bæði þjálfari Vals og Hauka voru sammála um það hefði verið klárt rautt spjald. Einar segir að málið hafi verið skoðað en framkvæmdastjóri HSÍ hefur vald til þess að skjóta málum til aganefndar telji hann ástæðu til. „Við horfðum á þetta atvik og veltum fyrir okkur hvort það væri grundvöllur fyrir því að fara lengra með málið. Ef við hefðum gert það værum við að taka upp ný vinnubrögð sem við höfum ekki notað áður. Það var því ákveðið að láta kjurrt liggja," sagði Einar en aganefnd fundar daglega í kringum úrslitakeppnina komi einhver mál upp. Aganefnd tekur fyrir þau mál sem koma í agaskýrslu dómara. Eftir fyrsta leikinn var ekkert um mál Kára. Einar sagðist ekki vita hvort dómarar leiksins hefðu horft á myndband af atvikinu áður en þeir fylltu út og skiluðu agaskýrslunni. „Það er rosalega erfitt að vinna með myndbönd í því umhverfi sem við búum í. Stundum er ein myndavél á vellinum, stundum tvær og á einhverjum leikjum fimm," sagði Einar sem hefur ekki áður skotið máli til aganefndar þar sem brot sjást á myndbandi. „Ef við ætluðum að fara slíka leið væri æskilegast að taka slíka ákvörðun fyrir tímabilið en ekki í miðri úrslitakeppni. Ég tel að það sé verkefni nýrrar stjórnar að taka ákvörðun hvaða leið menn vilja fara í þessum efnum," sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Það hefur mikið gengið á það sem af er í rimmu Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Örn Jónsson fékk rautt spjald, Kári Kristjánsson rifbeinsbraut Sigurð Eggertsson, þjálfari Hauka heimsótti dómarana og nú síðast sendi Sigfús Sigurðsson frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín á Vísi í gærkvöldi. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að ekki verði aðhafst frekar í máli Sigfúsar. Hann hafi séð að sér og því sé ekki ástæða til að gera meira úr málinu. Margir voru á því að aganefnd HSÍ hefði átt að taka mál Kára fyrir en bæði þjálfari Vals og Hauka voru sammála um það hefði verið klárt rautt spjald. Einar segir að málið hafi verið skoðað en framkvæmdastjóri HSÍ hefur vald til þess að skjóta málum til aganefndar telji hann ástæðu til. „Við horfðum á þetta atvik og veltum fyrir okkur hvort það væri grundvöllur fyrir því að fara lengra með málið. Ef við hefðum gert það værum við að taka upp ný vinnubrögð sem við höfum ekki notað áður. Það var því ákveðið að láta kjurrt liggja," sagði Einar en aganefnd fundar daglega í kringum úrslitakeppnina komi einhver mál upp. Aganefnd tekur fyrir þau mál sem koma í agaskýrslu dómara. Eftir fyrsta leikinn var ekkert um mál Kára. Einar sagðist ekki vita hvort dómarar leiksins hefðu horft á myndband af atvikinu áður en þeir fylltu út og skiluðu agaskýrslunni. „Það er rosalega erfitt að vinna með myndbönd í því umhverfi sem við búum í. Stundum er ein myndavél á vellinum, stundum tvær og á einhverjum leikjum fimm," sagði Einar sem hefur ekki áður skotið máli til aganefndar þar sem brot sjást á myndbandi. „Ef við ætluðum að fara slíka leið væri æskilegast að taka slíka ákvörðun fyrir tímabilið en ekki í miðri úrslitakeppni. Ég tel að það sé verkefni nýrrar stjórnar að taka ákvörðun hvaða leið menn vilja fara í þessum efnum," sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita