Framtíðin byggist á lýðræði 22. desember 2009 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tímamótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta framtíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tímamótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta framtíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar