Framboð Þórðar vekur heimsathygli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2009 13:59 Þórður segist eftir að skora eitt mark fyrir ÍA áður en hann hættir. Mynd/Daníel „Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður. Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
„Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður.
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira