Bruno Senna svekktur og sár 5. mars 2009 08:05 Bruno Senna er frekar hnuggin yfir framkomu Honda manna í sinn garð. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Bruno Senna er svekktur að hafa fengið afsvar hjá Honda um sæti ökumanns eftir fjögurra mánaða bið. Líkur eru á því að Rubens Barrichello og Jenson Button verði ökumenn liðs, sem Ross Brawn og Nick Fry stýra á æfingum á Barcelona brautinni á Spáni í næstu viku. "Ég er leiður yfir því að hafa verið dreginn svona lengi á svarinu. Ég fékk svar á mánudaginn og Brawn afþakkaði störf mín formlega. Þetta hefur dregist úr hófi fram og takmarkar mjög möguleika mína á sviði kappaksturs. Hvað sem ég geri núna, þá er það skref aftur á bak. Formúlu 1 var markmið mitt", sagði Senna. Allt stefnir í að Brawn og Fry kaupi Honda liðið og mæti á æfingu í Barcleona á mánudaginn. Þeir virðast ætla að halda tryggð við Barrichello og Button. "Ég fagna ekki fyrr en samningurinn er kominn í mínar hendur og liðð á ráslínu", sagði Barrichello um málið. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Bruno Senna er svekktur að hafa fengið afsvar hjá Honda um sæti ökumanns eftir fjögurra mánaða bið. Líkur eru á því að Rubens Barrichello og Jenson Button verði ökumenn liðs, sem Ross Brawn og Nick Fry stýra á æfingum á Barcelona brautinni á Spáni í næstu viku. "Ég er leiður yfir því að hafa verið dreginn svona lengi á svarinu. Ég fékk svar á mánudaginn og Brawn afþakkaði störf mín formlega. Þetta hefur dregist úr hófi fram og takmarkar mjög möguleika mína á sviði kappaksturs. Hvað sem ég geri núna, þá er það skref aftur á bak. Formúlu 1 var markmið mitt", sagði Senna. Allt stefnir í að Brawn og Fry kaupi Honda liðið og mæti á æfingu í Barcleona á mánudaginn. Þeir virðast ætla að halda tryggð við Barrichello og Button. "Ég fagna ekki fyrr en samningurinn er kominn í mínar hendur og liðð á ráslínu", sagði Barrichello um málið.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira