Alonso: Mikilvægt að ná á verðlaunapall 23. september 2010 15:09 Fernando Alonso hjá Ferrari er í Singapúr, en fyrstu æfingar keppnisliða eru á morgun. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira