Button bjartsýnn með McLaren 18. janúar 2010 14:46 Gordon Brown heilsar upp á Jenson Button, en Bretar eru stoltir af meistarnum sínum. mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa unnið titilinn með Brawn í fyrra. Hann kann vel við sig hjá nýju liði og ekur með Lewis Hamilton. "Ég er jákvæðari en ella hjá McLaren og hef undirbúið mig vel í allan vetur. Ég hef unnið í líkamlegu og andlegu ásigkomulagi og það er mér kært að keppa með McLaren. Þeir gáfu mér tækifæri á að prófa bíl árið 1999 þegar ég var valinn ungliði ársins", sagði Button á Autosport sýningunni í Bretlandi um helgina. "McLaren menn þekkja að það er alltaf álag að skipta um lið og þá hungrar í árangur. Ég veit ekki hvaða lið mun smíða besta bílinn í ár, en við Lewis Hamilton munum berjast af fullum krafti að landa titilinum í ár." "Við Hamilton verðum sterkir saman hjá sama liði. Það er engin ástæða til að fullyrða um hvor vinnur hvern. Við verðum samhentir og munum vonandi kæta breska áhorfendur. Þá mun endurkoma Schumachers verða hvatning fyrir gamla aðdáendur og hann verður klár í slaginn. Það yrði gaman að sjá hann meðal þeirra fremstu", sagði Button. Sjá viðtal Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa unnið titilinn með Brawn í fyrra. Hann kann vel við sig hjá nýju liði og ekur með Lewis Hamilton. "Ég er jákvæðari en ella hjá McLaren og hef undirbúið mig vel í allan vetur. Ég hef unnið í líkamlegu og andlegu ásigkomulagi og það er mér kært að keppa með McLaren. Þeir gáfu mér tækifæri á að prófa bíl árið 1999 þegar ég var valinn ungliði ársins", sagði Button á Autosport sýningunni í Bretlandi um helgina. "McLaren menn þekkja að það er alltaf álag að skipta um lið og þá hungrar í árangur. Ég veit ekki hvaða lið mun smíða besta bílinn í ár, en við Lewis Hamilton munum berjast af fullum krafti að landa titilinum í ár." "Við Hamilton verðum sterkir saman hjá sama liði. Það er engin ástæða til að fullyrða um hvor vinnur hvern. Við verðum samhentir og munum vonandi kæta breska áhorfendur. Þá mun endurkoma Schumachers verða hvatning fyrir gamla aðdáendur og hann verður klár í slaginn. Það yrði gaman að sjá hann meðal þeirra fremstu", sagði Button. Sjá viðtal
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira