Umfjöllun: Haukar bundu endi á einokun Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 20:13 Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson í mikilli baráttu við varnarmenn Vals. Mynd/Daníel Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita