Hamilton bensínlaus og sektaður um 1.3 miljónir 12. júní 2010 21:40 Lewis Hamilton í Kanada í dag. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í dag. Eftir tímatökuna fékk hann 1.3 miljónir í sekt fyrir að stöðva ekki bílinn, heldur láta hann rúlla eftir brautinni, eftir að McLaren liðið bað hann að drepa á vélinni. Hann fékk sekt og var áminntur fyrir tiltækið. Autosport.com greinir frá þessu. McLaren menn báðu hann að drepa á vélinni þar sem hann var nærri bensínlaus og FIA þarf að taka bensínsýni af bílnum eftir keppni, til að kanna lögmæti eldsneytisins. Dómarar voru ekki hrinfir af því að hann stöðvaði ekki bílinn, heldur lét hann bílinn rúlla eftir brautinni, eftir að McLaren liðið bað hann að drepa á vélinn. Málið var líka að hann fór umfram tímann sem mátti við það að koma sér á þjónustusvæðið eftir að tímatöku er lokið. Autosport.com greinir frá þessu. Reglurnar segja að taka verður bensíni af bílum eftir tímatöku og McLaren vildi því ekki að tankurinn tæmdist. En glappaskot Hamilton var að láta bílinn renna sitjandi upp á honum. Hann ýtti svo bílnum í brautinni. Dómarar voru ekki eins hrifnir og áhorfendur af tiltækinu áminntu hann og sektuðu hann um 10.000 dollara eða tæpar 1.3 miljónir íslenskra króna fyrir að mæta of seint. Hamilton ræsir af stað á mýkri dekkjum en Mark Webber og Sebastian Vettel sem eru næstir honum á ráslínu. Hann þarf því að fara fyrr í þjónustuhlé, en ökumenn Red Bull. "Það verður fróðlegt að sjá hvernig gangur mála verður með þjónustuhléin, en ég tel að við séum í bestu mögulegri stöðunni, ekki síst í ljósi úkomu öryggisbílsins", sagði Hamilton sem greinilega býst við óhöppum í mótinu. "Ég nýt þess að vera fremstur á ráslínu. Við munum skoða mismunandi aðferðafræði fyrir kappaksturinn og besta ráðið er að stressa sig ekkert og leggja sig fram." Mótið í Montreal er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag. Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í dag. Eftir tímatökuna fékk hann 1.3 miljónir í sekt fyrir að stöðva ekki bílinn, heldur láta hann rúlla eftir brautinni, eftir að McLaren liðið bað hann að drepa á vélinni. Hann fékk sekt og var áminntur fyrir tiltækið. Autosport.com greinir frá þessu. McLaren menn báðu hann að drepa á vélinni þar sem hann var nærri bensínlaus og FIA þarf að taka bensínsýni af bílnum eftir keppni, til að kanna lögmæti eldsneytisins. Dómarar voru ekki hrinfir af því að hann stöðvaði ekki bílinn, heldur lét hann bílinn rúlla eftir brautinni, eftir að McLaren liðið bað hann að drepa á vélinn. Málið var líka að hann fór umfram tímann sem mátti við það að koma sér á þjónustusvæðið eftir að tímatöku er lokið. Autosport.com greinir frá þessu. Reglurnar segja að taka verður bensíni af bílum eftir tímatöku og McLaren vildi því ekki að tankurinn tæmdist. En glappaskot Hamilton var að láta bílinn renna sitjandi upp á honum. Hann ýtti svo bílnum í brautinni. Dómarar voru ekki eins hrifnir og áhorfendur af tiltækinu áminntu hann og sektuðu hann um 10.000 dollara eða tæpar 1.3 miljónir íslenskra króna fyrir að mæta of seint. Hamilton ræsir af stað á mýkri dekkjum en Mark Webber og Sebastian Vettel sem eru næstir honum á ráslínu. Hann þarf því að fara fyrr í þjónustuhlé, en ökumenn Red Bull. "Það verður fróðlegt að sjá hvernig gangur mála verður með þjónustuhléin, en ég tel að við séum í bestu mögulegri stöðunni, ekki síst í ljósi úkomu öryggisbílsins", sagði Hamilton sem greinilega býst við óhöppum í mótinu. "Ég nýt þess að vera fremstur á ráslínu. Við munum skoða mismunandi aðferðafræði fyrir kappaksturinn og besta ráðið er að stressa sig ekkert og leggja sig fram." Mótið í Montreal er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag.
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira