Bara fínt að vera litla liðið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. júlí 2010 07:30 Kári og Ólafur í gær, slakir í stúkunni. Fréttablaðið/Rósa „Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira