Schumacher og Mercedes vex ásmeginn 27. október 2010 15:13 Michael Schumacher hefur þótt snjall í rigningu og náði fjórða sæti á Mercedes í Suður Kóreu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram. Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram.
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira