Ráðherrar fái leyfi frá þingstörfum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 7. september 2010 06:00 Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun