Vigdís Hauksdóttir: Styrkjum stoðir Alþingis Vigdís Hauksdóttir skrifar 20. apríl 2010 06:00 Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar