Vettel grét af gleði í endamarkinu 14. nóvember 2010 20:47 Sebastian Vettel fagnar liðsfélögum sínum í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel. Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel.
Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira