Ísland átti tuttugu marktilraunir og vann Norður-Íra 2-0 Hjalti Þór Hreinsson skrifar 19. júní 2010 15:30 Sara kom Íslandi yfir. Fréttablaðið/Stefán Ísland vann öruggan sigur á Norður-Írum í undankeppni HM. Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörkin í 2-0 sigri Íslands. Ísland var miklu betra allan leikinn og hefði átt að skora fleiri mörk. Það hélt boltanum nánast allan leikinn og gestirnir áttu ekki eitt skot á markið. Ísland skaut hinsvegar tuttugu sinnum að marki Norður-Íra og var óheppið og kærulaust líka að skora ekki meira. Bæði mörk Íslands voru skallamörk eftir sendingar Eddu Garðarsdóttur, fyrst úr aukaspyrnu og svo úr hornspyrnu. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi, hana má sjá hér fyrir neðan.Ísland – Norður-Írland 2-0 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (14.) 2-0 Katrín Jónsdóttir (59.)Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1187Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 19-0 (7-0).Varin skot: Þóra 0 – Higgins 3.Horn: 13-0.Aukaspyrnur fengnar: 10-8.Rangstöður: 10-2.Byrjunarlið Íslands í dag: Þóra B. Helgadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir (70. Dagný Brynjarsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Logadóttir (58. Dóra María Lárusdóttir), Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (78. Dagný Brynjarsdóttir.) --------------------------------------17.52Leiknum er lokið með 2-0 sigri Íslands17.45: Þetta er að fjara út. Ísland er miklu betra eins og allan leikinn.17.38: Dagný var að skjóta í stöng eftir góðan snúning. Óheppin stelpan.17.37:Hallbera Gísladóttir er komin inn á fyrir Margréti Láru. Hólmfríður er orðin fremst. Annars er lítið að gerast í leiknum.17.26: Dagný Brynjarsdóttir kemur inn á fyrir Katrínu Ómarsdóttir. Íslenska liðið hefur aðeins róast en hefur öll völd á vellinum.17.17. Loksins skilaði hornspyrna marki, sú ellefta í leiknum rataði frá Eddu á kollinn á Katrínu Jónsdóttur sem skallaði boltann í netið. Vel gert og nú geta stelpurnar leyft sér að gera nokkur mistök, þetta á að vera í höfn.17.15 Rakel fer útaf fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur.17.11 Hólmfríður hlýtur að fara að skora! Hún er að niðurlægja þennan bakvörð en hún var í fínu færi en skot hennar rataði rétt framhjá.17.08 Enn er Hólmfríður hættuleg. Hún komst upp kantinn og í þetta sinn skaut hún en Emma Higgins varði vel. Rakel náði frákastinu en varnarmaður komst fyrir skot hennar. Eftir hornið var enn hætta við markið.17.06: Fín byrjun á seinni hálfleik, Hólmfríður kemst enn einu sinni upp kantinn og átti fína fyrirgjöf en Sara hitti boltann illa og skalli hennar fór langt framhjá.17.04: Seinni hálfleikur er hafinn.16.58: Krakkar með Vuvuzela-lúðra eru ekki að gera sig. En hálfleikurinn er allavega að verða búinn. Vonandi skorar Ísland aðeins meira og vinnur þetta sannfærandi.16.47: Hálfleikur. Ísland miklu betra en þarf að skora annað mark sem fyrst til að gestirnir stríði okkur ekkert.16.40:Leikurinn fremur rólegur en Ísland miklu betra. Hólmfríður hefur komist nokkrum sinnum í góðar stöður en ekki náð að nýta sér það.16.33Flott mark en það er dæmt af vegna rangstöðu. Aftur tók Edda aukaspyrnu, nú skallaði Katrín í netið en eins og áður sagði, rangstaða dæmt. Hólmfríður á skot í varnarmann í næstu sókn.16.28:Dauðafæri. Hólmfríður var komin nánast ein í gegn en ætlaði að senda á Margréti Láru. Varnarmaður komst fyrir en Margrét skaut í hana og í horn. Ekkert kom úr því en þetta var áttunda horn Íslands í leiknum.16.21.Hólmfríður var að skjóta yfir úr dauðafæri í markteignum eftir horn. Ísland hefur fengið fjórar hornspyrnur. Hólmfríður hefur verið mjög hættuleg í byrjun leiks.16.17 íslenska liðið er miklu betra en gestirnir frá Norður-Írlandi. Rakel var að skjóta rétt framhjá og skömmu fyrir markið átti Edda skot sem markmaður þeirra varði auðveldlega.16.14 Sara Björk skorar með frábærum skalla eftir aukaspyrnu Eddu utan af kanti. Frábært mark.16.12: Norður-Írar þurfa að skipta. Fyrirliðinn þeirra er farinn útaf vegna meiðsla.16.08: Gestirnir verja skalla Hólmfríðar á línu eftir hornspyrnu Eddu. Ísland er miklu betra og nú er bara að skapa sér færi.16.03Vuvuzela lúðrar eru þeyttir á vellinum. Íslendingar eiga enn eftir að læra að blása í þessa ágætu lúðra. Ísland byrjar betur.16.00:Leikurinn er hafinn.15.58:Þjóðsöngvar þjóðanna eru nú leiknir.15.53:Leikmenn fara að ganga inn á völlinn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir íslenska liðið sem verður að vinna til að halda möguleikum sínum á að komast á HM lifandi.15.43: Leikmenn eru búnir að hita upp. Aðstæður eru fínar, það stefnir allt í fínan leik. Áhorfendur eru fáir enn sem komið er.Byrjunarlið Íslands í dag: Þóra B. Helgadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Logadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir.Bekkurinn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Ísland vann öruggan sigur á Norður-Írum í undankeppni HM. Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörkin í 2-0 sigri Íslands. Ísland var miklu betra allan leikinn og hefði átt að skora fleiri mörk. Það hélt boltanum nánast allan leikinn og gestirnir áttu ekki eitt skot á markið. Ísland skaut hinsvegar tuttugu sinnum að marki Norður-Íra og var óheppið og kærulaust líka að skora ekki meira. Bæði mörk Íslands voru skallamörk eftir sendingar Eddu Garðarsdóttur, fyrst úr aukaspyrnu og svo úr hornspyrnu. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi, hana má sjá hér fyrir neðan.Ísland – Norður-Írland 2-0 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (14.) 2-0 Katrín Jónsdóttir (59.)Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1187Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 19-0 (7-0).Varin skot: Þóra 0 – Higgins 3.Horn: 13-0.Aukaspyrnur fengnar: 10-8.Rangstöður: 10-2.Byrjunarlið Íslands í dag: Þóra B. Helgadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir (70. Dagný Brynjarsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Logadóttir (58. Dóra María Lárusdóttir), Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (78. Dagný Brynjarsdóttir.) --------------------------------------17.52Leiknum er lokið með 2-0 sigri Íslands17.45: Þetta er að fjara út. Ísland er miklu betra eins og allan leikinn.17.38: Dagný var að skjóta í stöng eftir góðan snúning. Óheppin stelpan.17.37:Hallbera Gísladóttir er komin inn á fyrir Margréti Láru. Hólmfríður er orðin fremst. Annars er lítið að gerast í leiknum.17.26: Dagný Brynjarsdóttir kemur inn á fyrir Katrínu Ómarsdóttir. Íslenska liðið hefur aðeins róast en hefur öll völd á vellinum.17.17. Loksins skilaði hornspyrna marki, sú ellefta í leiknum rataði frá Eddu á kollinn á Katrínu Jónsdóttur sem skallaði boltann í netið. Vel gert og nú geta stelpurnar leyft sér að gera nokkur mistök, þetta á að vera í höfn.17.15 Rakel fer útaf fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur.17.11 Hólmfríður hlýtur að fara að skora! Hún er að niðurlægja þennan bakvörð en hún var í fínu færi en skot hennar rataði rétt framhjá.17.08 Enn er Hólmfríður hættuleg. Hún komst upp kantinn og í þetta sinn skaut hún en Emma Higgins varði vel. Rakel náði frákastinu en varnarmaður komst fyrir skot hennar. Eftir hornið var enn hætta við markið.17.06: Fín byrjun á seinni hálfleik, Hólmfríður kemst enn einu sinni upp kantinn og átti fína fyrirgjöf en Sara hitti boltann illa og skalli hennar fór langt framhjá.17.04: Seinni hálfleikur er hafinn.16.58: Krakkar með Vuvuzela-lúðra eru ekki að gera sig. En hálfleikurinn er allavega að verða búinn. Vonandi skorar Ísland aðeins meira og vinnur þetta sannfærandi.16.47: Hálfleikur. Ísland miklu betra en þarf að skora annað mark sem fyrst til að gestirnir stríði okkur ekkert.16.40:Leikurinn fremur rólegur en Ísland miklu betra. Hólmfríður hefur komist nokkrum sinnum í góðar stöður en ekki náð að nýta sér það.16.33Flott mark en það er dæmt af vegna rangstöðu. Aftur tók Edda aukaspyrnu, nú skallaði Katrín í netið en eins og áður sagði, rangstaða dæmt. Hólmfríður á skot í varnarmann í næstu sókn.16.28:Dauðafæri. Hólmfríður var komin nánast ein í gegn en ætlaði að senda á Margréti Láru. Varnarmaður komst fyrir en Margrét skaut í hana og í horn. Ekkert kom úr því en þetta var áttunda horn Íslands í leiknum.16.21.Hólmfríður var að skjóta yfir úr dauðafæri í markteignum eftir horn. Ísland hefur fengið fjórar hornspyrnur. Hólmfríður hefur verið mjög hættuleg í byrjun leiks.16.17 íslenska liðið er miklu betra en gestirnir frá Norður-Írlandi. Rakel var að skjóta rétt framhjá og skömmu fyrir markið átti Edda skot sem markmaður þeirra varði auðveldlega.16.14 Sara Björk skorar með frábærum skalla eftir aukaspyrnu Eddu utan af kanti. Frábært mark.16.12: Norður-Írar þurfa að skipta. Fyrirliðinn þeirra er farinn útaf vegna meiðsla.16.08: Gestirnir verja skalla Hólmfríðar á línu eftir hornspyrnu Eddu. Ísland er miklu betra og nú er bara að skapa sér færi.16.03Vuvuzela lúðrar eru þeyttir á vellinum. Íslendingar eiga enn eftir að læra að blása í þessa ágætu lúðra. Ísland byrjar betur.16.00:Leikurinn er hafinn.15.58:Þjóðsöngvar þjóðanna eru nú leiknir.15.53:Leikmenn fara að ganga inn á völlinn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir íslenska liðið sem verður að vinna til að halda möguleikum sínum á að komast á HM lifandi.15.43: Leikmenn eru búnir að hita upp. Aðstæður eru fínar, það stefnir allt í fínan leik. Áhorfendur eru fáir enn sem komið er.Byrjunarlið Íslands í dag: Þóra B. Helgadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Logadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir.Bekkurinn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira