McLaren leggur allt í sölurnar fyrir lokasprettinn 6. október 2010 14:19 Jenson Button í Singapúr. Mynd: Gety Images Jonathan Neale, framkvæmdarstjóri McLaren Formúlu 1 liðsins segir að liðið muni leggja allt í sölurnar hvað tæknilegu hliðina varðar fyrir síðustu mótin á þessu ári. McLaren hefur aðeins landað 80 stigum í síðustu fimm mótum á meðan Red Bull hefur náð 136 og Ferrari 153, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og Jenson Button því fimmta. Hamilton lenti í árekstri við Mark Webber í síðustu keppni og féll úr leik. "Lewis var óheppinn eftir samstuð og auðvitað vorum við svekktir og ekki síst Lewis. En svona keppir hann, af hörku og það er það sem gerir hann að frábærum kappakstursmanni. Hann mun ná árangri", sagði Neale. "'Ég tel að staðreyndirnar tali sínu máli varðandi Singapúr. Lewis átti aksturslínuna og ef Mark Webber hefði ekki snert hann, þá hefði hann sloppið gegnum beygjuna án vandræða. Svona eru akstursíþróttir. Lewis mun læra á þessu og meta aðstæður. McLaren mun mæta með endurbættan bíl á Susuka brautina í Japan um helgina. Neale sagði að McLaren myndi tjalda til öllu mögulegu til að auka möguleika Hamiltons og Buttons og telur að bíllinn hafi verið betri í Singapúr, í síðustu keppni en í mótunum á undan. Neale telur mikilvægt að ökumenn haldi haus og að taugarnar verði í lagi í síðustu mótunum. "Við komum til með að prófa ýmislegt á föstudagsæfingunum og verðum þá betur settir með að ákveða hvaða hluti við notum. Við tökum allt sem við höfum í Singapúr og sitthvað fleira", sagði Neal. McLaren mætir með breyttan fram og afturvæng, auk annara nýjunga sem liðið ætlar að prófa. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á föstudag á Stöð 2 Sport að venju, auk annarra útsendinga um mótshelgina, en beinar útsendingar eru að næturlagi en endursýningar morgunin eftir. Stigastaðan 1. Mark Webber 202 stig, 2. Fernando Alonso 191, 3. Lewis Hamilton 182, 4. Sebastian Vettel 181, 5. Jenson Button 177. Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jonathan Neale, framkvæmdarstjóri McLaren Formúlu 1 liðsins segir að liðið muni leggja allt í sölurnar hvað tæknilegu hliðina varðar fyrir síðustu mótin á þessu ári. McLaren hefur aðeins landað 80 stigum í síðustu fimm mótum á meðan Red Bull hefur náð 136 og Ferrari 153, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og Jenson Button því fimmta. Hamilton lenti í árekstri við Mark Webber í síðustu keppni og féll úr leik. "Lewis var óheppinn eftir samstuð og auðvitað vorum við svekktir og ekki síst Lewis. En svona keppir hann, af hörku og það er það sem gerir hann að frábærum kappakstursmanni. Hann mun ná árangri", sagði Neale. "'Ég tel að staðreyndirnar tali sínu máli varðandi Singapúr. Lewis átti aksturslínuna og ef Mark Webber hefði ekki snert hann, þá hefði hann sloppið gegnum beygjuna án vandræða. Svona eru akstursíþróttir. Lewis mun læra á þessu og meta aðstæður. McLaren mun mæta með endurbættan bíl á Susuka brautina í Japan um helgina. Neale sagði að McLaren myndi tjalda til öllu mögulegu til að auka möguleika Hamiltons og Buttons og telur að bíllinn hafi verið betri í Singapúr, í síðustu keppni en í mótunum á undan. Neale telur mikilvægt að ökumenn haldi haus og að taugarnar verði í lagi í síðustu mótunum. "Við komum til með að prófa ýmislegt á föstudagsæfingunum og verðum þá betur settir með að ákveða hvaða hluti við notum. Við tökum allt sem við höfum í Singapúr og sitthvað fleira", sagði Neal. McLaren mætir með breyttan fram og afturvæng, auk annara nýjunga sem liðið ætlar að prófa. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á föstudag á Stöð 2 Sport að venju, auk annarra útsendinga um mótshelgina, en beinar útsendingar eru að næturlagi en endursýningar morgunin eftir. Stigastaðan 1. Mark Webber 202 stig, 2. Fernando Alonso 191, 3. Lewis Hamilton 182, 4. Sebastian Vettel 181, 5. Jenson Button 177.
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira