Skotið úr fallbyssu á býflugur Sigurður H. Sigurðsson skrifar 1. júlí 2010 05:45 Mál nímenninganna sem handteknir voru á þingpöllum Alþingis í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar vekur áleitnar spurningar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hróp eru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllum þinghússins. Hvaða skilaboð felast í því að ákæra fólkið fyrir að trufla fund sem haldinn er „í heyranda hljóði"? Hví voru þau ekki ákærð sem nokkrum vikum síðar brutu rúður í alþingishúsinu eða röskuðu friði þess og frelsi svo dögum skipti? Er verið að senda út viðvörun svo að fólk haldi sig framvegis á mottunni? Getum við héðan í frá átt von á því að hróp og mótmæli gegn valdstjórninni leiði til ákæru? Kæra sú sem skrifstofustjóri Alþingis sendi lögreglu vísaði til hinnar alræmdu 100. gr. almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarksrefsing er ævilangt fangelsi. Hinir ákærðu voru óvopnað fólk og upptaka sú sem sýnd var í Kastljósi RÚV 20. maí sl. sýnir greinilega að rangar sakirgiftir eru í ákærunni. Er ekki verið að skjóta með fallbyssukúlum á býflugur? Hvernig á að vera hægt að taka ákæruvaldið alvarlega þegar farið er fram af slíku offorsi? Væri ekki við hæfi að horfa á það sem sannarlega gerðist og viðurkenna að engin raunveruleg hætta var á ferðum? Stjórn BH sendi skrifstofustjóra og forseta Alþingis tilmæli þann 28. maí sem lesa má á xo.is. Í svari skrifstofustjórans sem einnig er að finna á heimasíðunni segir m.a.: „Þó Kastljós Sjónvarpsins sé alls góðs maklegt held ég að við almennir borgarar verðum fremur að treysta dómstólum fyrir sönnunarmati og túlkun málsgagna í þessu máli eins og öðrum." Hér hljótum við að þurfa að staldra við og hugsa okkur aðeins um. Lög eru ekki aðeins hin bókstaflega merking orðanna heldur líka það hvernig þau hafa verið túlkuð af dómurum í undangengnum málum. „Nulla poena sine lege" - engin refsing án laga. Gæti hugsast að það sé vísvitandi verið að skerða rétt fólks til þess að mótmæla? Reyndar er það áleitin spurning hvort dómstólunum sé yfirleitt treystandi. Nýlega féll dómur í héraði sem staðfestir að settur dómsmálaráðherra Árni Mathisen sniðgekk faglegt mat á hæfi umsækjenda um dómarastöðu og valdi lakasta umsækjandann af ástæðum sem flestum ætti að vera kunnugt um. Þetta er síður en svo eina dæmið um slíka stöðuveitingu á síðastliðnum árum og áratugum. Allt embættismannakerfið er litað af pólitískum ráðningum en þær hafa reynst þjóðinni dýrkeyptar. Traust almennings á opinberum stofnunum er skiljanlega laskað. Að lokum langar mig að rifja upp atburð frá árinu 1970 þar sem nokkrir Íslendingar í Svíþjóð mótmæltu kjörum námsmanna. Þeir vísuðu sendiherra Íslands úr húsi og lögðu undir sig sendiráðið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Afleiðingar þessa urðu litlar sem engar fyrir námsmennina, mögulega vegna fjölskyldutengsla. Fróðlegt er að bera þetta saman við mál nímenningana 40 árum síðar. Líklegast duga þeim engin fjölskyldutengsl, og mætti í því sambandi rifja upp 6 mánaða fangelsisdóm yfir föður eins þeirra, Jóni Múla Árnasyni, vegna mótmæla við Alþingi árið 1949. Það sorglega við það að lögreglu og dómurum sé att gegn gagnrýnum einstaklingum og aðgerðarsinnum af litlu tilefni er að það mun ekki auka tiltrú almennings á réttarkerfinu. Vanhæfir embættismenn í æðstu stöðum sleppa við ákærur þrátt fyrir dapurlegan vitnisburð rannsóknarskýrslunnar og stórsvikarar fá óáreittir að stunda sína iðju. Á sama tíma er verið að slá á heilbrigðar gagnrýnisraddir úr röðum almennings, t.d. gegn því að verið sé að selja nýtingarrétt á auðlindum landsins í hendur erlendra skúffufyrirtækja. Skyldi það vera tilviljun ein? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Mál nímenninganna sem handteknir voru á þingpöllum Alþingis í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar vekur áleitnar spurningar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hróp eru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllum þinghússins. Hvaða skilaboð felast í því að ákæra fólkið fyrir að trufla fund sem haldinn er „í heyranda hljóði"? Hví voru þau ekki ákærð sem nokkrum vikum síðar brutu rúður í alþingishúsinu eða röskuðu friði þess og frelsi svo dögum skipti? Er verið að senda út viðvörun svo að fólk haldi sig framvegis á mottunni? Getum við héðan í frá átt von á því að hróp og mótmæli gegn valdstjórninni leiði til ákæru? Kæra sú sem skrifstofustjóri Alþingis sendi lögreglu vísaði til hinnar alræmdu 100. gr. almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarksrefsing er ævilangt fangelsi. Hinir ákærðu voru óvopnað fólk og upptaka sú sem sýnd var í Kastljósi RÚV 20. maí sl. sýnir greinilega að rangar sakirgiftir eru í ákærunni. Er ekki verið að skjóta með fallbyssukúlum á býflugur? Hvernig á að vera hægt að taka ákæruvaldið alvarlega þegar farið er fram af slíku offorsi? Væri ekki við hæfi að horfa á það sem sannarlega gerðist og viðurkenna að engin raunveruleg hætta var á ferðum? Stjórn BH sendi skrifstofustjóra og forseta Alþingis tilmæli þann 28. maí sem lesa má á xo.is. Í svari skrifstofustjórans sem einnig er að finna á heimasíðunni segir m.a.: „Þó Kastljós Sjónvarpsins sé alls góðs maklegt held ég að við almennir borgarar verðum fremur að treysta dómstólum fyrir sönnunarmati og túlkun málsgagna í þessu máli eins og öðrum." Hér hljótum við að þurfa að staldra við og hugsa okkur aðeins um. Lög eru ekki aðeins hin bókstaflega merking orðanna heldur líka það hvernig þau hafa verið túlkuð af dómurum í undangengnum málum. „Nulla poena sine lege" - engin refsing án laga. Gæti hugsast að það sé vísvitandi verið að skerða rétt fólks til þess að mótmæla? Reyndar er það áleitin spurning hvort dómstólunum sé yfirleitt treystandi. Nýlega féll dómur í héraði sem staðfestir að settur dómsmálaráðherra Árni Mathisen sniðgekk faglegt mat á hæfi umsækjenda um dómarastöðu og valdi lakasta umsækjandann af ástæðum sem flestum ætti að vera kunnugt um. Þetta er síður en svo eina dæmið um slíka stöðuveitingu á síðastliðnum árum og áratugum. Allt embættismannakerfið er litað af pólitískum ráðningum en þær hafa reynst þjóðinni dýrkeyptar. Traust almennings á opinberum stofnunum er skiljanlega laskað. Að lokum langar mig að rifja upp atburð frá árinu 1970 þar sem nokkrir Íslendingar í Svíþjóð mótmæltu kjörum námsmanna. Þeir vísuðu sendiherra Íslands úr húsi og lögðu undir sig sendiráðið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Afleiðingar þessa urðu litlar sem engar fyrir námsmennina, mögulega vegna fjölskyldutengsla. Fróðlegt er að bera þetta saman við mál nímenningana 40 árum síðar. Líklegast duga þeim engin fjölskyldutengsl, og mætti í því sambandi rifja upp 6 mánaða fangelsisdóm yfir föður eins þeirra, Jóni Múla Árnasyni, vegna mótmæla við Alþingi árið 1949. Það sorglega við það að lögreglu og dómurum sé att gegn gagnrýnum einstaklingum og aðgerðarsinnum af litlu tilefni er að það mun ekki auka tiltrú almennings á réttarkerfinu. Vanhæfir embættismenn í æðstu stöðum sleppa við ákærur þrátt fyrir dapurlegan vitnisburð rannsóknarskýrslunnar og stórsvikarar fá óáreittir að stunda sína iðju. Á sama tíma er verið að slá á heilbrigðar gagnrýnisraddir úr röðum almennings, t.d. gegn því að verið sé að selja nýtingarrétt á auðlindum landsins í hendur erlendra skúffufyrirtækja. Skyldi það vera tilviljun ein?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun