Hamilton hress með eigin frammistöðu 7. apríl 2010 11:28 Lewis Hamilton var aftarlega á ráslínu í Malasíu, en vann sig upp í sjötta sæti. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið. Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið.
Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira