Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 17:15 Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira