19 ára Mexíkani ráðinn til BMW Sauber 22. september 2010 17:15 Esteban Gutierrez er nítjan ára gamall og frá Mexíkó. Mynd: Getty Images Esteban Gutierrez frá Mexikó hefur verið ráðinn þróunar og varaökumaður BMW Sauber liðsins. Hann er með yngri ökumönnum sem hafa gengið til liðs við Formúlu 1 lið. Gutierrez er 19 ára gamall og varð nýlega meistari í GP3 mótaröðinni með ART liðinu, sem er þekkt keppnislið. Kappinn vann fimm mót af sextán í mótaröðinni. Peter Sauber, eigandi BMW Sauber hefur verið naskur að finna ökumenn og gaf Kimi Raikkönen m.a. fyrsta sjénsinn í Formúlu 1 á sínum tíma. "Esteban er mjög þroskaður miðað við aldur og það hefur verið sönn ánægja að fá hann og hafa í herbúðum okkar", sagði Sauber í frétt á f1.com, en Gutierrez hefur verið tengdur liðinu á árinu. Hann prófaði einni BMW í fyrra á æfingu. "Liðið hvatti hann í GP3 mótaröðinni, þar sem hann sýndi kænsku og við erum vissir um að hann mun þróast hratt. Hann er hógvær og námsfús og er vinsæll innan liðsins." Gutierrez segir Formúlu 1 keppni sitt markmið. "Ég hef lært mikið um fagmennskuna í Formúlu 1 og í september æfði ég líkamlegu hliðina með tveimur ökumönnum liðsins. Formúla 1 er mitt markmið og ég er þakklátur Peter Sauber fyrir traust hans á mér og hæfileikum mínum", sagði Gutierrez. Hann mun keyra með fleiri ungliðum á sérstakri æfingu í Abu Dhabi í nóvember. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Esteban Gutierrez frá Mexikó hefur verið ráðinn þróunar og varaökumaður BMW Sauber liðsins. Hann er með yngri ökumönnum sem hafa gengið til liðs við Formúlu 1 lið. Gutierrez er 19 ára gamall og varð nýlega meistari í GP3 mótaröðinni með ART liðinu, sem er þekkt keppnislið. Kappinn vann fimm mót af sextán í mótaröðinni. Peter Sauber, eigandi BMW Sauber hefur verið naskur að finna ökumenn og gaf Kimi Raikkönen m.a. fyrsta sjénsinn í Formúlu 1 á sínum tíma. "Esteban er mjög þroskaður miðað við aldur og það hefur verið sönn ánægja að fá hann og hafa í herbúðum okkar", sagði Sauber í frétt á f1.com, en Gutierrez hefur verið tengdur liðinu á árinu. Hann prófaði einni BMW í fyrra á æfingu. "Liðið hvatti hann í GP3 mótaröðinni, þar sem hann sýndi kænsku og við erum vissir um að hann mun þróast hratt. Hann er hógvær og námsfús og er vinsæll innan liðsins." Gutierrez segir Formúlu 1 keppni sitt markmið. "Ég hef lært mikið um fagmennskuna í Formúlu 1 og í september æfði ég líkamlegu hliðina með tveimur ökumönnum liðsins. Formúla 1 er mitt markmið og ég er þakklátur Peter Sauber fyrir traust hans á mér og hæfileikum mínum", sagði Gutierrez. Hann mun keyra með fleiri ungliðum á sérstakri æfingu í Abu Dhabi í nóvember.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira