Reykjanesbrautin flutt fjær álverinu 11. nóvember 2010 03:30 Reykjanesbrautin Áformað er að lokið verði við tvöldun og færslu Reykjanesbrautarinnar 2015. fréttablaðið/vilhelm Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi brautarinnar. Byggist það á fyrirheitum bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanesbrautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun gengið vel og binda forvígismenn aðila vonir við að samningar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir viðræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma framkvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðnum og því mikilvægt að geta byrjað sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í og því afar þjóðhagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvesturhorninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga nyrðra. Samkvæmt Kristjáni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verður fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi brautarinnar. Byggist það á fyrirheitum bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanesbrautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun gengið vel og binda forvígismenn aðila vonir við að samningar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir viðræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma framkvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðnum og því mikilvægt að geta byrjað sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í og því afar þjóðhagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvesturhorninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga nyrðra. Samkvæmt Kristjáni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verður fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira