Þú komst í hlaðið setur Íslandsmet á Tónlistanum Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. október 2010 09:00 Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa setið á toppi Tónlistans með plötu sína Þú komst í hlaðið í fjóra mánuði. Mynd/Spessi „Djöfulsins klassi það - á þessum síðustu og verstu," segir stórsöngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mánuði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slíkum vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu," segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin - ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana." Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum samkvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum - ég skal játa það," segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja." En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst," segir Helgi og laumar að blaðamanni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar. Lífið Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Djöfulsins klassi það - á þessum síðustu og verstu," segir stórsöngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mánuði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slíkum vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu," segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin - ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana." Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum samkvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum - ég skal játa það," segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja." En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst," segir Helgi og laumar að blaðamanni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar.
Lífið Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning