Sjálfstæðisflokkur geri upp Svavar Gestsson skrifar 4. ágúst 2010 06:00 Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir. Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir skömmu birtist enn ein könnunin þar sem flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt henni gæti hann myndað ríkisstjórn með tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja. Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra einstaklinga er meðal flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðilegan ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem kom Íslandi á hnén. Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli. Kannski að hann stýri uppgjörinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir. Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir skömmu birtist enn ein könnunin þar sem flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt henni gæti hann myndað ríkisstjórn með tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja. Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra einstaklinga er meðal flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðilegan ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem kom Íslandi á hnén. Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli. Kannski að hann stýri uppgjörinu?
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar