Kristján Arason: Komum þeim á óvart með þessari vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2010 19:00 Kristján Arason, annar þjálfara FH. Mynd/Pjetur Kristján Arason, annar þjálfara FH, var kátur eftir níu marka stórsigur á Íslandsmeisturum Hauka í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli á Ásvöllum. „Vörnin og markvarslan var frábær hjá okkur og þá sérstaklega vörnin. Ég held að við höfum komið þeim á óvart með þessa vörn. Við spiluðum fyrsta leikinn í 6:0 vörn," sagði Kristján Arason en FH-liðið spilaði framliggjandi vörn í þessum leik. „Við vorum búnir að skoða Haukaliðið vel. Þeir eru Íslandsmeistarar og það er alltaf árangursríkt að læra það sem góðu liðin gera og reyna síðan að stoppa það. Það tókst í dag," sagði Kristján. „Við spiluðum allan leikinn mjög vel en þeir komu inn í leikinn eftir að hafa verið hálfsofandi fyrstu tíu mínúturnar. Við héldum bara áfram uppteknum hætti í vörninni í seinni hálfleiknum og svo gáfust þeir bara upp þegar tíu mínútur voru eftir," sagði Kristján. „Þeir þurftu að hafa mikið fyrir hverju marki sem þeir skoruðu og það var það sem við vildum," sagði Kristján sem er að sjálfsögðu mjög ánægður með byrjunina á tímabilinu. „Þetta var gott framhald af fyrsta leiknum sem var mjög góður hjá okkur. Afturelding er að spila mjög fínan handbolta og ég var mjög ánægður með þann leik. Við lögðum það síðan upp að ef við myndum spila eins vel á móti Haukum þá ættum við möguleika að vinna. Ég bjóst samt ekki við þessum stórsigri," sagði Kristján að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel Sjá meira
Kristján Arason, annar þjálfara FH, var kátur eftir níu marka stórsigur á Íslandsmeisturum Hauka í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli á Ásvöllum. „Vörnin og markvarslan var frábær hjá okkur og þá sérstaklega vörnin. Ég held að við höfum komið þeim á óvart með þessa vörn. Við spiluðum fyrsta leikinn í 6:0 vörn," sagði Kristján Arason en FH-liðið spilaði framliggjandi vörn í þessum leik. „Við vorum búnir að skoða Haukaliðið vel. Þeir eru Íslandsmeistarar og það er alltaf árangursríkt að læra það sem góðu liðin gera og reyna síðan að stoppa það. Það tókst í dag," sagði Kristján. „Við spiluðum allan leikinn mjög vel en þeir komu inn í leikinn eftir að hafa verið hálfsofandi fyrstu tíu mínúturnar. Við héldum bara áfram uppteknum hætti í vörninni í seinni hálfleiknum og svo gáfust þeir bara upp þegar tíu mínútur voru eftir," sagði Kristján. „Þeir þurftu að hafa mikið fyrir hverju marki sem þeir skoruðu og það var það sem við vildum," sagði Kristján sem er að sjálfsögðu mjög ánægður með byrjunina á tímabilinu. „Þetta var gott framhald af fyrsta leiknum sem var mjög góður hjá okkur. Afturelding er að spila mjög fínan handbolta og ég var mjög ánægður með þann leik. Við lögðum það síðan upp að ef við myndum spila eins vel á móti Haukum þá ættum við möguleika að vinna. Ég bjóst samt ekki við þessum stórsigri," sagði Kristján að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita