Aukið öryggi ferðamanna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. júní 2010 06:00 Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun