Páll Óskar stundum alveg á túr í myndatökunum 11. nóvember 2010 08:00 Á sýningunni eru 34 sviðsettar ljósmyndir Oddvars af Palla og einnig kemur út bók í formi stórra póstkorta. Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjölfarið á Gay Pride í Reykjavík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor," segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljósmyndir sem Oddvar tók af poppstjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljósmyndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrirsætu. „Hann er náttúrulega rosalega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa," segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli." En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því." Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsusendils og gagnkynhneigðs handboltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. Oddvar Örn. „Hún virkar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor - Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa gaura, ótrúlega káta með aðalskvísuna og nýfætt barn," útskýrir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvöföldu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight." Oddvar ítrekar þó að allir geti túlkað myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan listamann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er hamingjusamur er ég sáttur," segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjölfarið á Gay Pride í Reykjavík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor," segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljósmyndir sem Oddvar tók af poppstjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljósmyndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrirsætu. „Hann er náttúrulega rosalega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa," segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli." En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því." Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsusendils og gagnkynhneigðs handboltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. Oddvar Örn. „Hún virkar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor - Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa gaura, ótrúlega káta með aðalskvísuna og nýfætt barn," útskýrir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvöföldu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight." Oddvar ítrekar þó að allir geti túlkað myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan listamann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er hamingjusamur er ég sáttur," segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira