Hrognin verða að 70 þúsund tonnum 4. desember 2010 02:45 Hjá Stofnfiski Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, segir fyrirtækið flytja út um 40 milljón eldislaxahrogn. Ísland er laust við sjúkdóma sem leikið hafa eldi grátt annars staðar og því eitt fárra landa sem flytja mega út hrognin.Fréttablaðið/Stefán Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira