Óvænt sena í miðnætursýningu 3. desember 2010 09:30 þurfti að grípa inn í Stefán Hallur þurfti að segja leikhúsgesti að hafa sig hægan á miðnætursýningu Mojito á laugardaginn. fréttablaðið/vilhelm „Í rauninni hefði þetta alveg eins getað verið planað. Samræðurnar pössuðu einhvern veginn alveg við efnivið verksins,“ segir leikarinn Stefán Hallur Stefánsson, en undarleg uppákoma átti sér stað á miðnætursýningu Mojito á laugardaginn. „Þegar leikritið var hálfnað fann einn leikhúsgesturinn hjá sér þörf til að trufla sýninguna og tilkynna öllum að hann ætti konu frá Marokkó,“ segir Stefán Hallur, en í verkinu er meðal annars talað um austurlenskar konur og að það þurfi að bera virðingu fyrir menningu annarra landa. Maðurinn lét í sér heyra nokkrum sinnum meðan á sýningunni stóð og á endanum þurfti Stefán Hallur sjálfur að grípa inn í. „Við þurftum að biðja hann um að hafa sig hægan á meðan við kláruðum sýninguna.“ Hann segir þetta hafa verið ansi áhugavert. „Samræðurnar okkar á milli voru það skemmtilegar að margir spurðu mig eftir á hvort þetta hefði verið hluti sýningarinnar. Við vildum í rauninni bara skrifa niður þessar samræður og bæta þeim á einhvern hátt inn í efnið,“ segir Stefán Hallur og hlær. Þeir sem koma að sjá Mojito í Tjarnarbíói fá einn mojito við innganginn. Heldur Stefán Hallur að maðurinn hafi fengið sér fleiri en einn mojito? „Eigum við ekki að segja það?“ segir Stefán Hallur í léttum dúr. - ka Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Í rauninni hefði þetta alveg eins getað verið planað. Samræðurnar pössuðu einhvern veginn alveg við efnivið verksins,“ segir leikarinn Stefán Hallur Stefánsson, en undarleg uppákoma átti sér stað á miðnætursýningu Mojito á laugardaginn. „Þegar leikritið var hálfnað fann einn leikhúsgesturinn hjá sér þörf til að trufla sýninguna og tilkynna öllum að hann ætti konu frá Marokkó,“ segir Stefán Hallur, en í verkinu er meðal annars talað um austurlenskar konur og að það þurfi að bera virðingu fyrir menningu annarra landa. Maðurinn lét í sér heyra nokkrum sinnum meðan á sýningunni stóð og á endanum þurfti Stefán Hallur sjálfur að grípa inn í. „Við þurftum að biðja hann um að hafa sig hægan á meðan við kláruðum sýninguna.“ Hann segir þetta hafa verið ansi áhugavert. „Samræðurnar okkar á milli voru það skemmtilegar að margir spurðu mig eftir á hvort þetta hefði verið hluti sýningarinnar. Við vildum í rauninni bara skrifa niður þessar samræður og bæta þeim á einhvern hátt inn í efnið,“ segir Stefán Hallur og hlær. Þeir sem koma að sjá Mojito í Tjarnarbíói fá einn mojito við innganginn. Heldur Stefán Hallur að maðurinn hafi fengið sér fleiri en einn mojito? „Eigum við ekki að segja það?“ segir Stefán Hallur í léttum dúr. - ka
Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira