Umfjöllun: Haukar á leið í úrslitarimmuna eftir sigur í Digranesinu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. apríl 2010 17:26 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita