Bjarni Fritzson til Akureyrar: Ætla að taka þetta alla leið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. júlí 2010 08:15 Fréttablaðið/Daníel Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem hafði hönd í bagga," sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær. Hann var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kærkomin viðbót fyrir lið Akureyrar. Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horninu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákurinn minn byrjar í grunnskóla og svona," sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Danmörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður," segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöðum. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Ég gæti alveg spilað hérna fyrir sunnan í hálfkæringi en mér finnst betra að geta einbeitt mér alveg að fullu og tekið þetta alla leið. Lífið verður einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí," sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akureyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er best þarna, og reyndar hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í liðinu í bland við einhverja jaxla," sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur en segir það ekki spennandi kost. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir lélegir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir eitthvað drasl," sagði Bjarni Fritzson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem hafði hönd í bagga," sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær. Hann var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kærkomin viðbót fyrir lið Akureyrar. Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horninu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákurinn minn byrjar í grunnskóla og svona," sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Danmörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður," segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöðum. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Ég gæti alveg spilað hérna fyrir sunnan í hálfkæringi en mér finnst betra að geta einbeitt mér alveg að fullu og tekið þetta alla leið. Lífið verður einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí," sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akureyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er best þarna, og reyndar hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í liðinu í bland við einhverja jaxla," sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur en segir það ekki spennandi kost. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir lélegir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir eitthvað drasl," sagði Bjarni Fritzson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira