Góður sigur Inter á Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 18:26 Wesley Sneijder skorar hér mark sitt í leiknum. Nordic Photos / AFP Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn