Íslenski boltinn

Markadrottning Bestu deildarinnar fram­lengir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir með gullskóinn og barnið sitt eftir lokaleik tímabilsins.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir með gullskóinn og barnið sitt eftir lokaleik tímabilsins. Vísir/Anton Brink

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks.

Blikar segja frá því á miðlum sínum að Berglind sé búin að skrifa undir nýjan samning og spili því áfram með Kópvogsliðinu í Bestu deild kvenna í fótbolta 2026.

Berglind fékk ekki nýjan samning hjá Val eftir 2024-tímabilið en kom þá aftur til Breiðabliks.

Hún átti líka frábæra endurkomu í grænu treyjunni. Hún varð Íslands- og bikarmeistari, auk þess að vera markahæsti leikmaður Íslandsmótsins með 23 mörk. Þetta var í þriðja sinn sem hún er markadrottning en hún skoraði einnig flest mörk í úrvalsdeild kvenna 2018 og 2019.

Markafjöldi Berglindar gerði það að verkum að hún er nú orðin markahæsti leikmaðurinn í sögu kvennaliðs Breiðabliks í öllum keppnum, með 202 mörk.

Berglind hefur alls skorað 164 mörk í efstu deild kvenna og er orðin fjórði markahæsti leikmaður sögunnar hjá konunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×