Íslenski boltinn

Strákar Heimis Guð­jóns fengu slæman skell í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamenn skoruðu mörkin í Akraneshöllinni í dag.
Skagamenn skoruðu mörkin í Akraneshöllinni í dag. Vísir/Diego

ÍA og Stjarnan fögnuðu sigri í leikjum dagsins í Bose-bikarnum í fótbolta.

ÍA vann 5-0 stórsigur á Fylki í Akraneshöllinni en staðan var orðin 4-0 í hálfleik.

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp eitt en hin mörkin skoruðu þeir Ómar Björn Stefánsson, Jón Gísli Eyland Gíslason og Viktor Gaciarski. Steinar Þorsteinsson átti tvær stoðsendingar á félaga sína.

Hinn ungi Viktor Gaciarski skoraði lokamarkið í uppbótatíma með skalla eftir hornspyrnu.

Heimir Guðjónsson tók við Fylkisliðinu á dögunum og á greinilega mikla vinnu fyrir höndum ef marka má þessi úrslit. Hans gamla lið í FH er heldur ekki að byrja undirbúningstímabilið vel.

Stjarnan vann 2-0 sigur á FH með mörkum Hauks Arnar Brink og Emils Atlasonar. FH hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni en þetta var fyrsti leikur Garðbæinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×