Íslenski boltinn

Hilmar Árni til starfa hjá KR

Sindri Sverrisson skrifar
Hilmar Árni Halldórsson er orðinn KR-ingur.
Hilmar Árni Halldórsson er orðinn KR-ingur. KR

Hilmar Árni Halldórsson verður Óskari Hrafni Þorvaldssyni til aðstoðar við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta.

Hilmar Árni, sem hóf sinn feril með Leikni í Breiðholti, kvaddi nýverið Stjörnuna og hefur nú skrifað undir samning til þriggja ára við KR, sem aðstoðarþjálfari.

Eftir frábæran feril sem leikmaður, þar sem hann skoraði alls 71 mark í 192 leikjum í efstu deild fyrir Leikni og Stjörnuna, og lék fjóra A-landsleiki, lagði Hilmar Árni skóna á hilluna eftir tímabilið 2024.

Hann starfaði svo síðasta árið sem yngri floka þjálfari hjá Stjörnunni og mun útskrifast með UEFA A þjálfaragráðu snemma á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×