Góðir gestir á ástarplötu 21. október 2010 12:00 ný plata komin út <B>Stuart Murdoch, forsprakki Belle & Sebastian, á tónleikum í Englandi í sumar. </B>Norah Jones og <B>Carey Mulligan eru gestir á nýjustu plötu sveitarinnar.nordicphotos/getty</B> Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f Lífið Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f
Lífið Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira