KR-ingar eru mættir til leiks Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2010 08:15 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30