Bæjarstjórinn hvorki sár né reiður 28. febrúar 2010 16:19 „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég," segir Gísli sem var ekki meðal sex efstu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akranesi. „Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
„Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28