Helgi Helgason: Aukið íbúalýðræði 8. maí 2010 05:45 Frjálslyndir í Kópavogi hafa gengið frá framboðslista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Fyrstu þrjú sætin eru þannig skipuð: 1. sæti skipar Helgi Helgason stjórnmálafræðingur, 2. sæti skipar Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins og 3. sæti Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Listinn var kynntur á fundi á sumardaginn fyrsta. Ég lýsti því yfir á fundinum að ég myndi ekki taka sæti í stjórnum einkafyrirtækja eða fjármálastofnana verði ég kjörinn bæjarfulltrúi. Það var líka mjög ánægjulegt að efstu menn listans voru sammála um að setja það á oddinn sem baráttumál framboðsins að innleiða íbúalýðræði. Tillögur framboðsins eru mjög skýrar í því efni, ólíkt annarra framboða. Frjálslyndir vilja innleiða það í bæjarmálasamþykkt Kópavogs að 25% kjósenda geti krafist kosninga um umhverfis- og skipulagsmál. Með þessu móti hefðu íbúar á Nónhæð, í Lundi í Fossvogi eða á Kársnesinu getað varist þeirri valdníðslu sem núverandi meirihluti hefur viðhaft í skipulagsmálum á þessum svæðum. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að umhverfis- og skipulagsmál í bænum verði endurskoðuð frá grunni með það að markmiði að íbúar hafi meira um sitt nánasta umhverfi að segja. Allar skipulagshugmyndir núverandi meirihluta á Kársnesinu vill flokkurinn henda og skipuleggja upp á nýtt með íbúum svæðisins þar sem þeirra rödd og hugmyndir ráða för. Frjálslyndir munu hafa endaskipti á forgangsröðun þegar hagræðing er annarsvegar. Nýlega ákvað bæjarstóri að eldriborgarar fengju ekki lengur frítt í sund í Kópavogi. Meirihlutinn taldi sig spara 7 milljónir með þessu. Við segjum að þetta sé vitlaus forgangsröðun. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefði getað skorið sín laun niður úr 1,7 milljón á mánuði í 1,2 milljónir á mánuði. Þar með hefðu eldriborgarar fengið áfram frítt í sund og góð heilsa eldriborgara, máttarstólpa þjóðfélagsins, er sparnaður fyrir ríki og bæjarfélög. Helgi Helgason 1. sæti F-lista, Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frjálslyndir í Kópavogi hafa gengið frá framboðslista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Fyrstu þrjú sætin eru þannig skipuð: 1. sæti skipar Helgi Helgason stjórnmálafræðingur, 2. sæti skipar Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins og 3. sæti Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Listinn var kynntur á fundi á sumardaginn fyrsta. Ég lýsti því yfir á fundinum að ég myndi ekki taka sæti í stjórnum einkafyrirtækja eða fjármálastofnana verði ég kjörinn bæjarfulltrúi. Það var líka mjög ánægjulegt að efstu menn listans voru sammála um að setja það á oddinn sem baráttumál framboðsins að innleiða íbúalýðræði. Tillögur framboðsins eru mjög skýrar í því efni, ólíkt annarra framboða. Frjálslyndir vilja innleiða það í bæjarmálasamþykkt Kópavogs að 25% kjósenda geti krafist kosninga um umhverfis- og skipulagsmál. Með þessu móti hefðu íbúar á Nónhæð, í Lundi í Fossvogi eða á Kársnesinu getað varist þeirri valdníðslu sem núverandi meirihluti hefur viðhaft í skipulagsmálum á þessum svæðum. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að umhverfis- og skipulagsmál í bænum verði endurskoðuð frá grunni með það að markmiði að íbúar hafi meira um sitt nánasta umhverfi að segja. Allar skipulagshugmyndir núverandi meirihluta á Kársnesinu vill flokkurinn henda og skipuleggja upp á nýtt með íbúum svæðisins þar sem þeirra rödd og hugmyndir ráða för. Frjálslyndir munu hafa endaskipti á forgangsröðun þegar hagræðing er annarsvegar. Nýlega ákvað bæjarstóri að eldriborgarar fengju ekki lengur frítt í sund í Kópavogi. Meirihlutinn taldi sig spara 7 milljónir með þessu. Við segjum að þetta sé vitlaus forgangsröðun. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefði getað skorið sín laun niður úr 1,7 milljón á mánuði í 1,2 milljónir á mánuði. Þar með hefðu eldriborgarar fengið áfram frítt í sund og góð heilsa eldriborgara, máttarstólpa þjóðfélagsins, er sparnaður fyrir ríki og bæjarfélög. Helgi Helgason 1. sæti F-lista, Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar