Brynja Dögg keppir við BBC 2. október 2010 12:00 Mikill heiður Heimildarmynd eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur er tilnefnd til sjónvarpsverðlauna í Bretlandi. Hún keppir við risa á borð við BBC og ITV. fréttablaðið/arnþór Fjölmiðlakonan Brynja Dögg Friðriksdóttir er tilnefnd til bresku Royal Television Society verðlaunanna í nóvember fyrir útskriftarverkefni sitt. Brynja Dögg og samstarfskonur hennar eru tilnefndar í flokknum Best Current Affairs Programme og keppa þar við risa á borð við sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV. „Þetta er gríðarleg viðurkenning mundi ég segja, sérstaklega þar sem þetta er verkefni sem við unnum fyrir skólann og höfðum úr litlu fjármagni að moða á meðan þeir sem við keppum við höfðu bæði úr meira fjármagni og mannskap að spila,“ segir Brynja Dögg sem stundar meistaranám í heimildarmyndagerð við University of Salford í Manchester. Myndin fjallar um fátækt í borginni og segir Brynja Dögg hugmyndina komna frá samstarfskonu sinni. „Hugmyndin að myndinni kemur einna helst til þannig að leikstjórinn komst að því að til eru samtök í borginni sem hafa staðið fyrir matargjöfum til fátækra allt frá því í lok 19. aldar. Þessi samtök eru í hjarta borgarinnar innan um fínar verslanir og banka. Þannig að það eru gríðarlegar andstæður þarna,“ segir Brynja Dögg, sem vonar að myndin veki fólk til umhugsunar. Brynja Dögg starfar á RÚV og segist þegar vera búin að fá frí í vinnunni til að geta verið viðstödd verðlaunaafhendinguna. „Ég veit ekki hversu oft maður fær slíkar tilnefningar á lífsleiðinni þannig ég ætla að skella mér,“ segir hún að lokum. - sm Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Fjölmiðlakonan Brynja Dögg Friðriksdóttir er tilnefnd til bresku Royal Television Society verðlaunanna í nóvember fyrir útskriftarverkefni sitt. Brynja Dögg og samstarfskonur hennar eru tilnefndar í flokknum Best Current Affairs Programme og keppa þar við risa á borð við sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV. „Þetta er gríðarleg viðurkenning mundi ég segja, sérstaklega þar sem þetta er verkefni sem við unnum fyrir skólann og höfðum úr litlu fjármagni að moða á meðan þeir sem við keppum við höfðu bæði úr meira fjármagni og mannskap að spila,“ segir Brynja Dögg sem stundar meistaranám í heimildarmyndagerð við University of Salford í Manchester. Myndin fjallar um fátækt í borginni og segir Brynja Dögg hugmyndina komna frá samstarfskonu sinni. „Hugmyndin að myndinni kemur einna helst til þannig að leikstjórinn komst að því að til eru samtök í borginni sem hafa staðið fyrir matargjöfum til fátækra allt frá því í lok 19. aldar. Þessi samtök eru í hjarta borgarinnar innan um fínar verslanir og banka. Þannig að það eru gríðarlegar andstæður þarna,“ segir Brynja Dögg, sem vonar að myndin veki fólk til umhugsunar. Brynja Dögg starfar á RÚV og segist þegar vera búin að fá frí í vinnunni til að geta verið viðstödd verðlaunaafhendinguna. „Ég veit ekki hversu oft maður fær slíkar tilnefningar á lífsleiðinni þannig ég ætla að skella mér,“ segir hún að lokum. - sm
Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira